Í svörtum fötum Ég elska Í svörtum fötum(sérstaklega Jónsa söngvara) og ég vil nú segja ykkur frá þeim.

Í svörtum fötum er ein af fáum hljómsveitum þar sem enginn einasti meðlimur hefur verið með frá upphafi. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur verið skipt einu sinni um söngvara, gítar-, bassa- og hljómborðsleikara og tvisvar um nafn, tónlistarstefnu og trommuleikara !
Vorið 1998 var planið að búa til órafmagnaða hljómsveit og var þá mikið spekúlerað í artistum eins og Sade, Toto, Anne Lennox o.fl..

Brátt fóru núverandi meðlimir að týnast inn, fyrstur kom Áki, síðan Einar og í þeirri mynd kom hljómsveitin einu sinni fram undir nafninu Gullfiskarnir. Næst var skipt um gítarleikara og var félagsmiðstöðvafrömuðurinn Hrafnkell Pálmarsson kallaður til. Þegar söngkonan Þóra varð að hætta vegna barnsburðar haustið 1998 var 21 árs galgopi að nafni Jón Jósep fenginn í prufu. Hann heillaði alla með sínu lífsglaða viðmóti og kraftmiklum söng og var því ráðinn í bandið.
Var nú æft af miklu kappi og ekki er lokum fyrir það skotið að svört Soul-tónlist í anda James Brown, Marvin Gaye, Sam & Dave og Aretha Franklin hafi átt upp á pallborðið.
Soul og stuðbandið Í svörtum fötum var orðið að veruleika og hélt sína fyrstu tónleika á Kaffi Reykjavík 1. janúar 1999. Klæðnaðurinn á þessum tíma var einfaldur; hvít skyrta, svart bindi, vel bónaðir lakkskór og svört jakkaföt frá Sævari Karli. Nafnið er komið frá Jónsa sem hafði alltaf dreymt um að búa til Fönkband undir nafninu Fönk í svörtum fötum. En þar sem þeir spiluðum lítið fönk þá var “… í svörtum fötum” látið duga og var þá hugmyndin að geta skeytt hverju sem er fyrir framan nafnið. Um vorið 1999 tók Kári Árnason við sem trymbill. Hann trommaði með þeim í tæpt ár en yfirgaf þá í janúar 2000. Þá var röðin komin að hinum kankvísa trommara, honum Dodda sem hefur barið húðirnar þar til núna nýlega þegar hann fór til Florída að læra meir um trommur. Þá tók hann Palli við.
Árið 2000 var mjög gott fyrir Í svörtum fötum. Hvar sem þeir léku fengum þeir frábærar undirtektir og hróður hljómsveitarinnar fór stöðugt vaxandi. Því ákváðum þeir í desember að gefa út plötuna Verkefni 1 sem farið hefur sigurför um Gullbringu- og Kjósasýslu og fæst í öllum betri hljómplötuverslunum. Stíll hljómsveitarinnar hefur mikið breyst á tveimur árum. Bindin hættu að sjást og bolir í öllum litum komu í stað hvítu skyrtunnar. Meðlimir fóru jafnvel að sjást á strigaskóm á sviðinu. Tónlistarstefnan tók stakkaskiptum og vinsæl tökulög náð yfirhöndinni á kostnað gömlu Soul-laganna.
Þeir gleymdu þó aldrei upprunanum og eru alltaf með eitthvað svart í pokahorninu. Lagið Nakinn kom út í apríl 2001 og var fyrsta lag hljómsveitarinnar sem náði almennri hylli enda var vel vandað til verksins með dyggri aðstoð Haffa í SSSól. Lagið náði 2. sæti á Íslenska listanum sem er harla gott í fyrsta skoti.
Í september 2001 urðu kaflaskil í sögu hljómsveitarinnar þegar við skrifuðum undir samning við Skífuna upp á 4 plötur. Nú þegar eru upptökur á fyrstu plötunni hafnar og von á því að hún komi út haustið 2002.
Í desember 2001 sendi hljómsveitin frá sér sitt fyrsta jólalag sem nefnist “Jólin eru að koma”. Íþróttasamband fatlaðra gaf lagið út á samnefndri plötu. Við lagið var gert glæsilegt myndband og vonandi hefur lagið fest sig í sessi sem ómissandi þáttur í jólaundirbúningi landsmanna.
Í janúar 2002 sendi hljómsveitin frá sér lagið ADRENALÍN. Þegar þetta er skrifað situr lagið í áttunda sæti íslenska listans eftir sjö vikur á lista en náði hæst öðru sæti.
Svo komu þeir líka með lagið Losta og nýjasta lagið þeirra er Dag sem dimma nátt. Svo er nú komin í verslanir fyrsta “alvöru” plata þeirra “Í svörtum fötum”.

Þessu náði ég á heimasíðu þeirra www.mib.is / www.isvortumfotum.is