Destiny's Child!! =) Ég var að senda inn grein um No Doubt, sem er my uppáhalds hljómsveit.. Ég á mér einnig aðra uppáhalds hljómsveit (en hlusta ekki nærri því jafn mikið á) sem er Destiny\'s Child. Það er eitt sem mér finnst sökka með þær það er hvernig þær klæðast, það er bara algjör viðbjóður…
En allavegana hér er eikkað um þær:


Meðlimir hljómsveitarinnar Destiny’s Child eru þrír/þrjár. Þær heita Beyoncé, Kelly og Michelle! Fyrst þegar Destiny’s Child byrjuðu þá voru þær fjórar, en tvær hættu og þá voru Beyoncé og Kelly eftir. Þá komu tvær aðrar í staðin fyrir þær sem hættu. Ein þeirra var Michelle:) Síðan hætti ein þeirra og eftir urðu þær sem við þekkjum í dag!! (Fyrir þá sem ekki þekkja Destiny’s Child nógu vel: Beyoncé, Kelly og Michelle)

Þær Destiny’s Child stúlkur hafa gefið út 5 geisaldiska.
Sá fyrsti hét því frumlega nafni: Destiny’s Child (1998). Ég hef aldrei hlustað á hann og veit því ekki hvaða lög séu á honum:(
Annar diskurinn var helvíti góður. Hann hét Writings On the Wall (1999). Hann var með marga góð smelli s.s. “jumpin’jumpin”, “Say My name”, “Bills, bills, bills” og “Bug-A-Boo”.
Þriðji diskurinn hét “SURVIVOR” (2001). Hann ættu flestir Destiny’s Child aðdáendur að þekkja. Sá diskur hafði ýmsa góða smelli s.s. Survivor, Independent Woman (Part I), Emotion, Nasty girl og Bootylicious (búið er að gera myndbönd við öll þessi lög). Mér finnst einnig góð lögin Independent Woman (Part II) og Happy Face, en það er ekki búið að gefa út myndbönd með þeim lögum (og á örugglega ekki eftir að vera gert!).
Fjórði diskurinn sem þær hafa gefið út heitir “8 days of Christams” (2001). Þær gáfu út eitt mynband með lagi af þeim disk. Mér fannst það ekkert sérstakt, og ég held að diskurinn sé ekkert sérstakur (hef ENN ekki heyrt’ann!)
Fimmti og seinasti diskurinn þeirra (í bili) heitir This Is The Remix (2002). Hef ekki heyrt þann disk með þeim heldur..!

Hér eru upplýsingar um Beyoncé:

Fullt nafn: Beyoncé Knowles.
Fædd: 4. september 1981.
Fæðingarstaður: Houston, Texas, USA.
Stjörnumerki: Meyja.
Upplýsingar frá mér um hana (kannski er ekki allt rétt!): Öll fjölskyldan (gæti verið að það væru einhverjir fleiri í fjölskyldunni hennar sem ég tel ekki upp) hennar Beyoncé er tengd Destiny’s Child á einhvern hátt! Pabbi hennar er umboðsmaður Destiny’s Child. Móðir hennar sér um fötin þeirra (sem eru ömurleg) hjá Destiny’s Child og systir Beyoncé er ein af dönsurum Destiny’s Child. Síðan er Kelly (sem er í Destiny’s Child) frænka hennar! :) Beyoncé leikur í nýju Austin Powers kvikmyndinni sem heitir Goldmember. Hún er búin að gefa út vídeó með laginu sínu sem heitir “Work it out” og er í Austin Powers myndinni!! (Jeii) Dans-taktarnir hennar í myndbandinu eru svona Tinu Turner taktar…

Hér eru upplýsingar um Kelly:

Fullt nafn: Kelendria Rowland.
Fædd: 11. febrúar 1981.
Fæðingarstaður: Houston, Texas, USA.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Upplýsingar frá mér um hana (kannski er ekki allt rétt!): Ég veit frekar lítið um hana sem ég get sagt frá… Hún var að gefa út videó með Nelly (Nelly Hot in here gaurnum).. Ég man ekki hvað það heitir… Lagið er allt í lagi! Ekkert sértakt.. Vídeóið er frekar asnalegt… Svona \“týpiskt\” vídeó finnst mér:) En já.. Hún Kelly syngur mjög vel finnst mér:) Ég held samt mest upp á hana í Destiny’s Child. Það er bara vegna þess að hún er lang kúluðust/flottust!

Hér eru upplýsingar um Michelle:

Fullt nafn: Tenitra Michelle Williams.
Fædd: 23. júlí 1980.
Fæðingarstaður: Rockford, Illinois.
Stjörnumerki: Ljón.
Upplýsingar frá mér um hana (kannski er ekki allt rétt!): Michelle er búin að vera mjög duglega eftir að Destiny’s Child drógu sig í hlé. Hún er búin að gefa út sinn eigin disk með lögum sem hún hefur sungið og ég held að hún hafi samið lögin og textana! Diskurinn sem hún gaf út heitir \“Heart To Yours\”. Hún er, líkt og Beyoncé, búin að gefa út vídeó. Lagið heitir “Heard A Word”.

Fyrir Michell-fands þá er hérna fyrir neðan eru lögin á nýja geisladisknum hennar:

1. Heart to Yours
2. Heard a Word
3. So Glad (Featuring Mary Mary)
4. Sun Will Shine Again
5. Hryðjuverka-lagið, nefndi það sjálf, en það heitir: Better Place (9.11)
6. Change the World
7. Everything
8. You Care for Me (Featuring Isaac Carree and Lowell Pye Of Men Of Standard)
9. Steal Away to Jesus (Featuring Shirley Caesar)
10. Rock With Me
11. Gospel Medley (Featuring Destiny\'s Child)
12. Bonus Track: Heaven (Featuring Carl Thomas)

Hér í lokinn vil ég benda á það að þær stúlkur ætluðu eitt sinn að heita “the dolls”. Ekki ömurlegt? En Destiny’s Child er nú ekkert sérstakt nafn þegar þú hugsar um það… börn/barn örlagana..Isss…

En hér eru tvær síður með þeim: http://www.destinyschild.com/main.html
http://www.ukbr itney.tv/destinyschild/

Takk fyrir!