mynd af honum
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins fæddist 20. apríl 1889 í Austurríki-Ungverjalandi en dó fyrir eigin hendi 30. apríl 1945 í Berlín í Þýskalandi þegar hann og fylgismenn hans höfðu tapað síðari heimsstyrjöldinni.
Erhard Milch var næst æðsti yfirmaður þýska flughersins í síðari heimsstyrjöld, á eftir Hermanni Göring. Erhrad Milch var leiðandi í lofthernaði Þjóðverja og hafði mikil áhrif meðal æðstu manna þriðja ríkisins, m.a Hitler var góður vinur hans. Og ótrúlegt en satt, Erhard Milch var hálfur gyðingur og það var á allra vitorði. Nasistar breyttu einfaldlega faðerni hans og sögðu að hann væri hreinn aríi. Þannig var það í Þriðja ríkinu.