Þetta er mynd af hinu afar skemmtilega steinskriftarletri Helvetica . Það var teiknað árið 1957 af svissneska hönnuðinum Max Miedinger, en það var byggt á letri frá 1896 sem kallast Akzidenz Grotesk. Þó er þetta útfærsla sem kom til seinna, og eru til ótal aðrar útfærslur. T.d. Helvetica-neue, sem er mjög falleg líka.
Þetta er afar vinsælt letur í hönnun í dag og kemur m.a. út heimildarmynd um letrið á þessu ári.
Þetta ku vera gamalt kort, fyrir ykkur sem áttið ykkur ekki á því, og ég gerði það eftir tutorial-i sem er hér . Ég er frekar nýr í photoshopgeiranum svo þetta er kannski ekkert svakalegt en mér finnst þetta vera alveg nokkuð flott. En ykkur?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..