
Volkswagen er á leiðinni með 25 ára afmælisútgáfu af VW Golf GTi. Í honum verður 180hp 20v 1.8t vélin (sú sama og í Octavia RS), nýr 6 gíra kassi, og ýmis performance-fókuseraður búnaður. Þeir hafa fjarlægt úr bílnum allan óþarfa lúxusbúnað, og vilja gera hann að back to basics GTi bíl, eins og þeir voru í gamladaga. Bíllinn ber nafnið Golf GTi 337 edition, en 337 var upphaflega project nafnið á 1. kynslóðar GTi Golfinum. Ég vona að VW hafi tekist að gera no compromise GTi bíl úr 4. kynslóðar Golfinum, en hvort vel takist til með þennan tiltekna bíl er ekki aðal málið. Það sem skiptir mestu máli er að VW eru meðvitaðir um það sem markaðurinn vill, og eru virkilega að reyna að gera oldschool ökumannsbíl. Props to VW!