
í kringum 1970 var Porsche með þennan hugmyndabíl í smíðum (kallaðist Porsche Longlife). Þeir vildu búa til almenningsbíl (Fólksvagn) með endingu og gæði sem forgangsatriði. Markmiðið var að láta bíla endast betur, semsagt maður kaupir sér bíl og á hann svo bara í 20-30 ár svipað og Bristol eigendur gera.
Mér finnst hin mesta synd að þessu skuli ekki hafa verið hrint í framkvæmd þar sem neysluhyggjan er allsráðandi í bílum í dag…
PS, ég endurvinn bíla - ég er á 22 ára gömlum BMW;)