Þessi mynd er af einum af skemmtilegri bílum sem fram hafa komið. Þetta er árgerð 1975 af Citroën 2CV. Fáanlegar vélar voru frá 375cc til 602cc. Minnsti mótorinn skilaði heilum 9 hp en sá stærsti 29. Bíllinn með stóru sleggjuna var heilar 32,8 sekúndur í 60 mílur! Einn vinnufélagi minn átti einn svona þegar hann bjó í Danmörku og hann hrósar þeim bíl í hástert.
Ég sá þessa mynd á síðu Önnu Heiðu, en getur einhver sagt mér hvar úr söguni hún á að vera? Ég man EKKERT eftir þessu, hvorki úr bókunum né myndunum….? Plíííís,einhver að senda mér e-mail ef hún/hann veit það….. :s
Ég get ekki horft lengur á myndina af skemmdum Trans AM, og kem því með skemmtilegri mynd. Apu í þáttunum Simpsons hefur góðan smekk á bílum. Hér er hann að þrífa bílinn sinn sem er að mér sínist 1979-1981 módel af Pontiac Firebird Trans AM :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..