Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Móðurlandið kallar (16 álit)

Móðurlandið kallar Þessi gríðarstóra stytta stendur í Volgograd í Rússlandi til minningar um hetjudáðir í Seinni heimsstyrjöld. Styttan er að öllu leyti mjög dæmigerð fyrir hinn stalíníska stíl í listsköpun, risastór og yfirdrifin en algerlega “steingeld” að mati flestra listunnenda. Enda hafa frá falli Sovétríkjanna slíkar styttur verið rifnar niður í stórum stíl, taldar sjónmengun og óþægileg áminning um slæma tíma.

Ólíklegt er þó að þessi hljóti nokkurntíman þau örlög, því Volgograd hét áður Stalíngrad, og þar var ein svakalegasta orrusta mannkynssögunnar háð frá hausti 1942 fram í febrúar 1943. Líklega úrslitaorrusta Seinni heimsstyrjaldar.

Nikita Kruschev og félagar létu breyta nafni borgarinnar árið 1961, og var það þáttur í svokallaðri “af-stalíniseringu” þeirra. Mörgum þótti hinsvegar hér of langt gengið, í ljósi sögufrægðar borgarinnar. Hafa síðan jafnvel komið fram tillögur um að breyta nafninu aftur, burtséð frá illu orðspori Stalíns.

Ólíklegt er að þetta muni nokkurntíman ganga eftir, en styttan stendur.

Drop (8 álit)

Drop Þetta ágæta drop er í Vesturásnum í Árbæ.

Lítil Á (1 álit)

Lítil Á Tekið rétt fyrir utan Grafarholtið. Tekin á 1 sek og 5.6f. Myndavél er Sony Cybershoot DSC-P73, allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Stærri mynd hér(Widescreen)

Persóna - Katrine (2 álit)

Persóna - Katrine Ein af uppáhalds myndunum mínum sem ég hef tekið af þessari manneskju <3

Myndin var tekin á Canon EOS 300D

Leela (5 álit)

Leela Leela

Persóna - Ómar að læra (0 álit)

Persóna - Ómar að læra Tekin á Sony Cybershot DSC-H1.. lýst aðeins í Photoshop..

Persóna - Happy man (1 álit)

Persóna - Happy man Þetta er mynd sem ég tók í stúdíói sem ég bjó til á staðnum. Ótrúlegt hvað svartur veggur og ljóskastari getur gert. Félagi minn var svo skotmarkið mitt og var hann mjög ánægður með myndina.

Persóna - Ægirfagur í tölvunni (3 álit)

Persóna - Ægirfagur í tölvunni Tekin á Sony Cybershot DSC-H1…
Lýst í ps

rós (1 álit)

rós mynd tekin fyrir ljósmyndasamkeppni í skólanum :) ..og vann

Slash (2 álit)

Slash skrípómynd af slash
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok