
Nýr Renault Clio er væntanlegur í sumar, og innan línunnar er að finna endurbættan Clio 172, sem íslendingar fá vonandi að kynnast sem allra fyrst. Helstu breytingar í nýjum 172 eru nýtt útlit, 16“ felgur í stað gömlu 15”, togmeiri vél sem er enn 172 hestöfl, stífari fjöðrun og endurbætt grind, og meiri lúxus í innréttingu. Ég var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af gamla útlitinu, og finnst það nýja skref uppávið. Hann er ekki eins mjúkur og sá gamli, og 16“ felgurnar fara betur en gömlu 15”. Nú er bara að þrýsta á B&L um að flytja þetta tryllitæki til landsins!