
Kvikmyndin Red Dragon er endurgerð af Manhunter frá 1986 sem var leikstýrð af Michael Mann. Þær eru byggðar á bókinni ‘Red Dragon’ eftir Thomas Harris og er hún fyrsta bókin sem matgæðingurinn Hannibal Lecter var í. Brian Cox fór með hlutverk Lecters í gömlu myndinni en núna er Anthony Hopkins sem leikur hann, í þriðja sinn. Aðrir leikarar eru nú ekki af verri kantinum: Edward Norton, Ralph Fiennes, Emily Watson, Philip Seymour Hoffman, Harvey Keitel og Anthony Heald!