Upphaflega hér: http://www.hugi.is/tilveran/threads.php?page=view&contentId=7298145

Notandinn Fimbulfamb hefur tekið sig til og gert addon fyrir Firefox sem bætir nokkuð notendaviðmót huga. Addon-ið gerir notendum kleift að fela ákveðin svör og að fela öll svör eftir ákveðna notendur. Svörin eru falin/sýnd með því að smella á broskallinn við svarið og öll svör eftir notendur eru falin með því að fara í Tools > Add-ons > Prefrences (við hugrakkur) og setja nafn notandans þar inn (athugið að þetta felur einnig svör annarra notenda við svörum notanda sem þú blockar).

Einnig bjó hann til Greasemonkey script, en það virkar eins og er bara til þess að fela valin svör og það vistar ekki þau svör sem eru falin, en það gerir Firefox addon-ið (ef það er still þannig).

Tenglarnir eru hér:
Greasemonkey: http://dl.dropbox.com/u/1868966/hugrakkur.user.js
Add-On: http://dl.dropbox.com/u/1868966/hugrakkur.xpi

Von er á fleiri uppfærslum, fylgist spennt með!

Version history:
1.2: Hægt að vista falin svör (stilling í preferences).
1.1: Hægt að fela öll svör eftir ákveðna notendur.
1.0: Hægt að fela/sýna svör.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“