Heil og sæl

Sveinn heiti ég og er tekinn við af Arnþóri sem vefstjóri Huga.

Ég er mikill stuðningsmaður mál- og ritfrelsis en það þýðir ekki að allt eigi að vera leyfilegt, frelsi fylgir ábyrgð og Hugi hefur skilmála sem allir eiga að hafa samþykkt.

Svona til að svara nokkrum spurningum sem notendur gætu haft:
Ég mun ganga undir notandanafninu vefstjori.
Það verða engar stórar breytingar til að byrja með en það gæti eitthvað gerst í náinni framtíð.
Ég hef áhuga á mörgum áhugamálum hérna en hef aldrei stjórnað neinum af þeim.
Hugi tilheyrir núna Skjá miðlum og ég starfa á vegum þess fyrirtækis.

Mitt hlutverk er einfalt, að vinna fyrir notendur og stuðla að vexti og eflingu Huga. Ég hvet fólk til að nota /hugi áhugamálið til að koma skoðunum sínum og hugmyndum um Huga á framfæri. Ég bið notendur síðan um að sýna smá þolinmæði meðan ég er að komast inn í þetta og kynnast samfélaginu.

Að lokum þakka ég Arnþóri fyrir vel unnin störf í þágu Huga og óska honum alls hins besta í framtíðinni. Þá óska ég forverum hans þess sama. Einnig vona ég að hann verði áfram virkur á Huga.

Kveðja,
Nýi vefstjórinn.