Forsíðukorkarnir hafa verið lagðir niður. Í staðinn eru umræður af áhugamálunum birtar á forsíðu með “heitar umræður” og “nýjar umræður” boxunum.

Til að byrja með þá er komin flýtivísun til að stofna nýja þræði á nokkrum korkum, en það á eftir að þróast líka þangað til að við finnum hvað virkar best.

Flestar umræðurnar sem voru á forsíðukorkunum ættu að rúmast vel á korkum áhugamálana Tónlist, Tilveran, Græjur, Netið (svo dæmi séu nefnd).

Að auki hefur áhugamálið Hugi hefur nú verið sett í gang fyrir umræður um vefinn og fyrir aðstoð/leiðbeinandi efni um Huga (“Tutorials” sem dæmi)

Gamlir þræðir af forsíðukorkunum voru færðir korkana á “Hugi”, en til að tryggja að Hugi nýtist þeim best sem eru að leita að hjálp og lausnum, þá verða óviðkomandi umræður fjarlægðar.

Það er ekkert til sem heitir réttar lausnir í þessum málum, heldur er þetta í stöðugri þróun. Það sem hentar t.d. einum vef þarf ekki að henta öðrum. Þess vegna eru ábendingar ykkar sem nota vefinn mikilvægar, en einnig þolinmæði fyrir breytingum. Þær eiga eftir að halda áfram.

með kveðju, Arnþó