Nú nýlega lét Aiwa af störfum sem stjórnandi hér eftir fjölda ára vinnu. Því er ekki seinna vænna að óska eftir nýjum stjórnanda hingað.

Áhugamálið er á hraðri niðurleið, nema ef til vill þá gæti botninum verið náð og Formúla 1 sé nú orðið eitt óvinnsælasta áhugamál huga. Þannig að þetta er verðug áskorun fyrir nýjan stjórnanda að taka við og rífa upp áhugamálið og gera það aftur að virku áhugamál fyrir fólk sem horfir á Formúlu 1.

Koma svo!