Þá eru marstölurnar komnar í hús og á milli mánaða hefur /formula1 stokkið upp um 24 sæti, eða úr 132. sæti upp í 108. sæti. Þetta eru vissulega góðar fréttir.

Það er nokkuð ljóst að umferðin hér inni hefur tekið smá kipp við upphaf keppnistímabilsins, en það má gera betur. Myndir, greinar, þræðir og kannanir eru alltaf vel þegnar, en ég minni á reglur áhugamálsins varðandi myndir og greinaskrif.

Flettingar á /formula1 í marsmánuði 2008 voru alls 3472, sem gera 0,08% af heildarflettingum á hugi.is í mars.
Febrúar var með 2580 flettingar sem gerðu 0,06% af heildarflettingum huga í febrúar.


Efstu sætin í mars skipa annars:

1. forsida
2. hl
3. kynlif
4. hljodfaeri
5. blizzard
Kveðja,