Þar sem fyrsta móti ársins er nú lokið hef ég sett upp stigatöflu yfir keppni ökuþóra hins vegar og bílsmiða annars vegar (hægra megin á áhugamálinu).
Þar sem stigatöflurnar koma í staðinn fyrir bráðabirgðauppsetningu á ökuþórum tímabilsins sem og bílsmiðum, hef ég lokið við að uppfæra annan kubb þar sem hægt er að finna allar þær upplýsingar sem voru þar sem stigatöflurnar eru nú. Það er kubburinn „Um Formúlu 1" þar sem hægt er að sjá myndir af öllum keppnisbílum ársins og ökuþóra hvers liðs undir mynd keppnisbílsins.

En þó svo að þetta sé komið upp og orðið snyrtilegra en það var, þá megið þið líka vera duglegri við að senda inn efni, hvort sem það er inn á korkana (sem þræðir), greinar, myndir eða myndbönd, við erum nefnilega með þennan fína myndbandakubb hjá okkur :)

Ég vonast til þess að allt iði af lífi hérna hjá okkur þegar nær dregur sumrinu (það má víst ekki trufla próftímann of mikið, skólinn gengur jú fyrir).

Bestu kveðjur til ykkar allra og njótið tímabilsins,
Andri V.
Kveðja,