Ég leit hér inn rétt sem snöggvast, þrátt fyrir að vera í sumar frí frá áhugamálinu. Allavega, það sem ég gerði og þið hafi mjög líklega rekið augu ykkar í er eftirfarandi:

Bætt hefur verið inn lista yfir ökuþóra næsta tímabils, þar erum við með upplýsingar um staðfesta ökuþóra og hugsanlega ökuþóra sem nefndir hafa verið til sögunnar til að keppa fyrir viðkomandi lið.

Einnig hefur verið bætt inn mótaskrá eða keppnisdagatali eins og flestir kalla það. Þetta er tafla yfir dagsetningar móta á árinu. Með því að klikka á nafn landsins sem keppnin fer fram í fer maður yfir á vefsvæði RÚV þar sem þeir eru með brautarlýsingu og mynd af brautinni.

Að lokum bætti ég við nýjum tenglum, sem sagt ég hreinsaði gömlu tenglanna sem við földum ekki fyrir svo löngu og gerði þá einfaldari og þægilegri en þá gömlu. Vona ég að þið deilið öllum ykkar bestu Formúlu 1 vefsíðum með okkar.

Vona að þið bendið mér á breytingar í ökumans listanum ef einhverjar verða og svo væri fínt ef þið sjáið villur að benda mér á þær.

Að lokum vill ég líka minna á að ég lagaði stigatöfluna og gerði hana þannig að nú er hún í réttri röð og allir ættu að sjá stöðu sína í spáleiknum.