Jæja, það kom klárlega í ljós eftir síðustu keppni að þeir sem mundu eftir því að skila inn fyrir miðnætti á fimmtudeginum, og næla sér þannig í bónusinn, stórgræddu á því. Nokkur hreyfing varð á stöðu manna í spáleiknum sem þykir nokkuð gott, enda ekkert gaman ef einhver einn stingur af strax í byrjun. Keppnin stefnir í það að vera jöfn og spennandi út tímabilið.

Til að rifja aðeins upp nýju reglurnar í stuttu máli, þá fá þeir sem skila inn spá fyrir miðnætti á fimmtudegi fyrir keppnishelgi bónus, sem felst í því að öll stig sem ávinnast fyrir viðkomandi spá margfaldast með stuðlinum 1,5 og svo bætist við auka stig. Þannig er hægt að tryggja sér örugg 2 stig fyrir hverja keppni með því að skila báðum spám (tímataka og keppni) inn fyrir miðnætti á fimmtudegi. Á móti þessu hefur skilafrestur á spám verið framlengdur til þess tíma er tímatakan hefst (þ.e. þegar fyrsta lotan af þremur í tímatökunni byrjar).

Nokkur dæmi um fjölda stiga fyrir spá með bónus:

0 stig verða að 1 stigi
1 stig verður að 3 stigum (2,5 er námundað/hækkað í 3)
2 stig verða að 4 stigum
3 stig verða að 6 stigum (aftur, 4,5 hækkað í 5)
4 stig verða að 7 stigum
5 stig verða að 9 stigum (7,5 ~ 8)
6 stig verða að 10 stigum

Það sést því glöggt að það munar um minna að krækja í bónusinn ef fá stig vinnast fyrir spá!


Vinsamlegast skilið inn spá fyrir KEPPNI hingað á þessa grein :)
Kveðja,