Bar bíll að ég held Villenueve-s
Þetta myndi vera Arrows bíll. Þeir hættu vegna fjárhagslega örðuleika en ég sá mikið á eftir þeim. Margir öflugir ökumenn hafa komið úr þessu liði td Jos Verstappen og Pedro Dela Rosa. Það er merkilegt að þetta er eina liðið sem hefur verið fyrir neðan Minardi í heildarstigakeppni ökusmiða í háa herrans tíð
Þetta er Alain Prost fyrrverandi liðsfélagi Ayrton Senna. Hann er þarna að keyra að ég held Benetton eða Renault. Hann var samt í McLaren. Þess má geta að hann og Ayrton voru menninir sem voru að berjast um heimsmeistaratitilinn að ég held 87', 88' og 89' en endilega leiðréttið mig ef ég fer með vittlaust mál. Alain Prost stofnaði svo sitt eigið lið sem hét einmitt Prost en það var aldrei undir væntingum(svipað gerðist með Jagúar) Hann var samt með prýðis ökumenn undir stýri en þar má helds nefna gömlu kempuna Jean Alesi. Ég held að Alain sé með eina metið sem Mikael á eftir að slá en það eru tímatökurnar en Mikael á ennþá langt í land.