Eins og margir vita var lítið að gerast í síðustu F1 keppni og þurfti Michael Schumacher lítið að hafa fyrir sigrinum eða hvað? Skv. frétt á <a href="http://www.mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?nid=795827">mbl.is</A> þá var mikil hætta á að hann þyrfti að taka þjónustuhlé í lokin til að laga stýrishjól bílsins þar sem nokkrir takkar í því hættu að virka. Ég fannst það líka skrítið að Micheal hætti að sækja eftir að hann fór framúr David C. og hékk fyrir framan hann til loka. Spurningin er hvort Ferrari sé farið að gera sig seka um sofandahátt nú þegar þeir hafa yfirburði í F1.
Hver man ekki eftir þvi þegar Hakkinen var fyrstur fram á lokahring og tapaði samt. Líklegt hefði verið að þetta hefði endurtekið sig með Schumacher og þess vegna varð uppi fótur og fit hjá Ferrari liðinu í lokin, ekki vegna þess að Schumacher væri að vinna. Þeir voru hræddir um að hann kæmist ekki alla leið yfir rásmarkið.