Góðan daginn!

Mig langar í pínu umræður hér!

Spurning sem allir ættu að gera svarað: Með hverjum heldur þú í formúlunni? Og, heldur þú meira með liði eða ökumanni?

Ég ætla að byrja á því að svara þessum spurningum sjálf: Ég held núna með Hamilton. Hélt með Häkkinen á sínum tíma og eftir að hann hætti hef ég yfirleitt haldið mig við McLaren. Hélt með Raikkonen á tímabili (áður en hann fór til Ferrari) en get ómögulega haldið með Ferrari, svo Hamilton hefur verið uppáhalds í góðan tíma. Held samt meira með liðum en ökumönnum, held ég.
Hello, is there anybody in there?