Maður spyr sig. Nú er nýjasta nýtt að þeir vilja ekki hleypa Button til McLaren fyrr en samningur hans við Mercedes rennur út, eða 31. des. n.k.

Venja er fyrir því að lið lofi fyrrum ökumönnum sínum að fara til annarra liða strax eftir tímabilið. Ég er farinn að hallast að því að Mercedes hafi eftir allt saman viljað halda í Button, en hagað sér sjálfur kjánalega í samningaviðræðunum.

Ég meina Brawn og hans fólk lét viðræðurnar við Button sigla í strand og virðist ekki hafa viljað losa þar neitt um fyrr en það var orðið nokkuð ljóst að Button var að fara til McLaren.

Ég spyr, hvort er þetta klúður Brawn? Eða var Button svona lélegur í samningaviðræðunum að hann vildi ekki vera hjá Mercedes og gat ekki sagt það?