Michael Schumacher staðfesti í dag að hann mun undirbúa sig til keppni fyrir kappaksturinn í Valencia á Spáni í lok mánaðarins í staðinn fyrir Felipe Massa. Fyrir 24 stundum neitaði Willi Weber umboðsmaður hans þessari hugmynd, en Schumacher hefur snúist hugur eftir viðræður við Luca Montezemolo forseta Ferrari og Stefano Domenicali í dag.

Hann hefur núna mánuð til að undirbúa sig fyrir mótið í Valencia. Schumacher meiddist fyrir nokkru í mótorhjólaóhappi í keppni og vill æfa áður en hann gefur endanlega yfirlýsingu um þátttöku sína. Schumacher keppti síðast 2006.


“Það jákvæðasta við slys Massa, er að hann hefur sloppið óskaddaður frá óhappinu. Ég ræddi við yfirmenn Ferrari og við komumst að þeirri niðurstöðu að ég myndi byrja undirbúning að taka við af Massa. Formúlu 1 saga mín er búinn að vera eins og lokuð bók, en ég get ekki horft framhjá stöðunni sem Ferrari er í þessa dagana. Ég hlakka líka til að keppa á ný”, sagði Schumacher um málið í dag.

Schumacher hefur ekki próað 2009 bíl Ferrari, sem gæti valdið honum vandræðum. Hann ók síðasta Ferrari Formúlu 1 ´bil árið 2008 í Barcelona. Næstu mót fara fram í Valencia, Spa, Monza og Singapore og líklegt þykir að Schumacher aki í þeim öllum vegna meiðsla Massa.

http://www.kappakstur.is/?c=frettir&id=1654&lid=&pid=

Frábærar fréttir! Ég hlakka ekkert smá til!