Það er ekki úr vegi, fyrst að fyrsta keppni ársins er að baki, að skella inn úrslitunum frá því um helgina.

Kappaksturinn í Melbourne bauð uppá mikil tilþrif og gríðarleg afföll, en aðeins 7 bílar af 22 luku keppni, þ.e. náðu í endamark.
Nokkuð var um árekstra og útafakstur, enda eru ökuþórarnir að fóta sig og venjast nýjum reglum, sem til að mynda afnámu spólvörnina og reynir því mun meira á ökuþórana sjálfa í ár heldur en í fyrra.

Ekki komust allir ökuþórarnir í gegnum fyrstu beygju ársins og kom öryggisbíllinn út strax á fyrsta hring (náði óvenju snemma forystunni í ár), en hann átti alls þrjár innkomur um helgina.

Eins og áður sagði var keppnin um helgina tilþrifamikil, árekstar, útafakstur og yfirkeyrslur voru á meðal atburða á brautinni í Melbourne, en öll meiðsli sem hlutust voru minniháttar (eftir því sem næst verður komið).

Úrslitin urðu loks þau að Bretinn ungi, Lewis Hamilton á McLaren-Mercedes, vann fyrsta mót ársins, Nick Heidfeld á BMW varð annar og Nico Rosberg á Williams komst á verðlaunapall í fyrsta skipti í Formúlu 1 með því að næla sér í þriðja sætið.

Topp 8 ökuþórar helgarinnar eru:
1. Lewis Hamilton, McLaren-Mercedes (10 stig)
2. Nick Heidfeld, BMW (8 stig)
3. Nico Rosberg, Williams (6 stig)
4. Fernando Alonso, Renault (5 stig)
5. Heikki Kovalainen, McLaren-Mercedes (4 stig)
6. Kazuki Nakajima, Williams (3 stig)
7. Sébastien Bourdais, Toro Rosso (2 stig)
8. Kimi Räikkönen, Ferrari (1 stig)


Topp 6 keppnisliðin eftir helgina eru:
1. Vodafone McLaren-Mercedes (14 stig)
2. AT&T Williams (9 stig)
3. BMW Sauber F1 (8 stig)
4. ING Renault F1 (5 stig)
5. Scuderia Toro Rosso (2 stig)
6. Scuderia Ferrari Marlboro (1 stig)
Kveðja,