Ég hef aðeins undið mér í rannsókn á því hvernig niðurstaðan yrði ef svo kynni að fara að McLaren liðinu, Fernando Alonso og Lewis Hamilton yrðu svipt stigum sínum ef niðurstaða FIA yrði í þá áttina.

Staðan (m/v ítalska kappaksturinn) yrði þessi:

Ökumannskeppnin:
1. Kimi Räikkönen ……… Ferrari …… 92 stig (74 að óbreyttu)
2. Felipe Massa ……….. Ferrari …… 85 stig (69)
3. Nick Heidfeld ………. BMW ………. 73 stig (52)
4. Robert Kubica ………. BMW ………. 51 stig (33)
5. Heikki Kovalainen …… Renault …… 40 stig (21)
6. Giancarlo Fisichella … Renault …… 36 stig (17)
7. Nico Rosberg ……….. Williams ….. 26 stig (12)
8. Alexander Würz ……… Williams ….. 21 stig (13)
9. Mark Webber ………… Red Bull ….. 19 stig (8)
10. Jarno Trulli ……….. Toyota ……. 16 stig (7)
11. David Coulthard …….. Red Bull ….. 12 stig (8)
11. Ralf Schumacher …….. Toyota ……. 12 stig (5)
13. Jenson Button ………. Honda …….. 7 stig (2)
14. Rubens Barrichello ….. Honda …….. 5 stig (0)
15. Sebastien Vettel ……. BMW / Toro R . 3 stig (1)
16. Scott Speed ………… Toro Rosso … 2 stig (0)


Í ökumannskeppninni vekur athygli að lítið yrði um sætaskipti milli manna. Helst þó þau að Rosberg kæmist uppfyrir Würz liðsfélaga sinn, Trulli kæmist upp fyrir Coulthard og Barrichello uppfyrir Vettel. Heidfeld myndi græða langflest umframstig, eða 21. Sigurhlutfallið félli þannig að Räikkönen væri með 6 sigra, Massa með aðra 6 sigra og Heidfeld væri kominn með sinn 1. sigur. Barrichello og Speed ynnu til sinna fyrstu stiga á keppnistímabilinu.

Bílasmiðakeppnin:

1. Ferrari …………. 177 stig (143 að óbreyttu)
2. BMW …………….. 127 stig (86)
3. Renault …………. 76 stig (38)
4. Williams ………… 47 stig (25)
5. Red Bull ………… 31 stig (16)
6. Toyota ………….. 28 stig (12)
7. Honda …………… 12 stig (10)
8. Super Aguri ……… 7 stig (4)
9. Toro Rosso ………. 2 stig (0)


Í keppni bílasmiða rakst ég fyrst á þá staðreynd að Honda myndi sexfalda stig sín. Honda kæmist við það uppfyrir Super Aguri. Toro Rosso myndi vinna fyrstu stig sín í ár. BMW liðið myndi græða flest stig á þessu, 41 talsins, þó Renault og Ferrari séu ekki langt undan í þeim efnum.




Við rannsóknina á hugsanlegri stigabreytingu var stuðst við töflu með upplýsingum um efstu 10 sem kláruðu í hverri keppni. Var það gefið að Alonso og Hamilton yrðu hugsanlega sviptir stigum sínum, og þá myndu þeir sem urðu fyrir aftan þá í mark í sérhverri keppni færðir uppfyrir þá í sætaröðinni. Síðan var svipaður prócess keyrður fyrir keppni bílasmiða. Niðurstöðurnar koma alls ekki á óvart, nema kannski að því leyti hve lítil breyting yrði á milli ökumanna og liða.

Bætt við 12. september 2007 - 10:53
Leiðrétting: Núverandi stig Hondaliðsins eru að sjálfsögðu ekki nema 2.