Jæja, eftir mánaðarhlé er loksins komið aftur að formúlukeppni :D
Núna um helgina þeysa ökuþóarar um brautina í Barcelona, þar sem Fernando Alonso var hlutskarpastur fyrir ári.
Tímatakan fellur aðeins í skuggann á laugardaginn, þar sem mikið er um að vera þann daginn. Kosningar, Eurovision og knattspyrnan hér heima eru helstu keppinautarnir um athyglina um helgina, en það á ekki að vera mikið mál að gefa sér smá tíma til að fylgjast með tímatökunni.
Þá er um að gera að vakna hress eftir Eurovision á sunnudaginn og stilla á RÚV og fylgjast með æsispennandi keppni í Barcelona ;)

Ég minni svo enn og aftur á spáleikinn, það margborgar sig að taka þátt í hvert sinn þar sem hvert stig telur í heildarkeppninni!!!

Skilafrestur á spám fyrir tímatöku og keppni er fram til miðnættis annað kvöld!
Allar spár sem kunna að koma fram eftir þann tíma teljast ógildar og verður eytt!

Annars óska ég ykkur gleðilegrar helgar, vona að þið skemmtið ykkur vel og njótið alls þess sem er í boði :)
Kveðja,