Bernie Ecclestone hefur látið það frá sér að hann sé ekki sáttur við núverandi stigafyrirkomulag í Formúlu 1, það virki hreinlega ekki og gerir formúluna mun minna spennandi en annars.
Að hans mati þykir stigamunurinn fyrir fyrsta og annað sæti í móti ekki vera nógu mikill til þess að ökuþórar taki meiri áhættu til þess að ná sigri í móti.

Stigakerfinu var breytt árið 2003 með það að markmiði að koma í veg fyrir að ökuþór gæti orðið heimsmeistari á miðju keppnistímabili, líkt og Michael Schumacher afrekaði árið 2002.

Ecclestone segir núverandi mun á tveimur efstu sætunum vera of lítinn, en fyrir þessar breytingar fékk sigurvegari móts 4 stigum meira en ökuþórinn í öðru sætinu.
Í frétt um málið á mbl.is segir:
“Ákvörðunin um að veita öðrum ökuþór á mark átta stig hefur ekki virkað,” segir Ecclestone í viðtali við breska blaðið Mail on Sunday.

“Ökuþór í öðru sæti hefur ekki nógu mikla hvatningu til að sækja til sigurs,” segir Ecclestone. Og bætir við að það sé ekki áhættunnar virði að reyna að sækja tvö “aumleg” stig í viðbót ef sóknin fæli í sér þá hættu að hann lenti utan brautar.

Ecclestone sagðist stöðugt berast kvartanir um að ekki væri lengur mikið um framúrakstur í formúlu-1. “Í mínum huga á keppnin bara að snúast um sigur. Sá ökuþór sem vinnur flest mót á árinu ætti að vera heimsmeistari. Svo einfalt er það, annað sæti í mótum ætti því aðeins að gilda ef tveir ökuþórar ynnu jafn mörg mót,” segir alráðurinn.

Ecclestone segist munu knýja á um breytingar á stigagjöfinni fyrir næsta ár.


Núverandi stigafyrirkomulag er svona:
1. sæti = 10 stig
2. sæti = 8 stig
3. sæti = 6 stig
4. sæti = 5 stig
5. sæti = 4 stig
6. sæti = 3 stig
7. sæti = 2 stig
8. sæti = 1 stig

Vissulega leiðir þetta kerfi til þess að ökuþórar sæki frekar eftir því að halda öðru sætinu í keppni heldur en að sækja að því fyrsta, þar sem ákveðið stigaöryggi er í því að halda öðru sætinu.
Með breytingum á kerfinu, t.d. með því að lækka stigafjölda fyrir annað sætið niður í 7 stig, eða með því að gefa 12 stig fyrir fyrsta sæti (stigagjöf: 12-8-6-5-4-3-2-1) myndi líklega hleypa meiri spennu í formúlukeppnirnar að nýju.
(Ultravox á þó heiðurinn að 12-8-6-5-4-3-2-1 tillögunni)

Hvað segja aðrir formúluhugarar um málið?
Vilja fleiri sjá breytingar á stigakerfinu?

Frétt á mbl.is:
Ecclestone segir stigafyrirkomulagið ekki stuðla að spennandi keppni
Kveðja,