Jacques Villeneuve hefur látið hafa það eftir sér að honum þykir Kimi Räikkönen vera ofmetinn ökumaður og að hann eigi ekki eftir að geta fyllt upp í það skarð sem Michael Schumacher skildi eftir sig hjá Ferrariliðinu þegar hann hætti síðastliðið haust.
Jacques Villeneuve
Kimi er ofmetinn sem alhliða ökumaður, því hann hefur ekki áhuga á neinu öðru en að stökkva um borð í bílnum og aka hratt. Alhliða ökumaður eyðir miklum tíma með hönnuðum og vélvirkjum til að bæta hvert einasta smáatriði við þróun bílsins. Að sumu leyti er ef til vill fínt að vera með þannig ökumann, en maður spyr sig hvort hann sé tilbúinn að helga sig íþróttinni.
Þá er Villeneuve á þeirri skoðun að Massa eigi eftir að standa sig betur en Räikkönen í ár og að Massa muni blómstra á góðum bíl.

http://www.visir.is/article/20070219/IDROTTIR04/70219087

Hvað finnst mönnum um þetta mál?
Sjálfur er ég á þeirri skoðun að Räikkönen muni ekki koma til með að koma í stað Schumachers, en hann á eftir að standa sig vel í ár, jafnvel þótt hann endi ekki sem heimsmeistari.
Kveðja,