Það getur verið þrælgaman að fylgjast með umræðunni þegar líður að keppnistímabilinu í formúlu 1.

Miklar mannabreytingar hjá keppnisliðum, jafnt í ökumannssætum og tækniliðum, á milli ára hleypir mikilli spennu og um leið óvissu um komandi tímabil.

Yfirmaður verkfræðimála hjá Williamsliðinu, Patrick Head, er á þeirri skoðun að McLaren muni taka stórstökk í ár og mun það hjálpa liðinu helling að hafa heimsmeistarann Alonso innanborðs.

Head segir þrjú lið vera helst í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár, en auk McLaren telur hann upp Ferrari og Renault liðin.
Hondaliðið getur einnig komið mikið á óvart í ár, að sögn Head.

Sjá frétt á mbl.is, Head: McLaren mun taka stórstökk.

Þetta styrkir mig persónulega enn meira í þeirri trú um að fyrsta mót ársins verði skemmtilegt og spennandi, sérstaklega þar sem allt er nánast sem óskrifað blað (svo ég vitni í Ultravox), þó einhver orð séu komin á blaðið og þeim fjölgi með hverri frumsýningu keppnisliðanna :)
Kveðja,