McLaren liðið frumsýndi í dag 2007 bílinn sinn, MP4-22. Hönnun bílsins hófst í nóvember 2005 og samanstendur nýja silfurörin af 11.000 hlutum.

Mikið var lagt upp úr öryggi ökumanna við hönnun bílsins, auk þess að tekið var mið af Bridgestone dekkjum við hönnun bílsins, en eins og flestir vita hefur McLaren liðið ekið á Michelin dekkjum undanfarin ár.

Stolt McLaren manna var mikið í dag, ekki síður í ljósi þess að liðið hefur á tveimur nýjum ökumönnum, þeim Fernando Alonso, heimsmeistara síðasta árs, og Bretanum Lewis Hamilton, sem varð meistari í GP 2 mótaröðinni í fyrra og verður jafnframt fyrsti blökkumaðurinn til að aka í Formúlu 1.

Heimild: www.ruv.is.

Bætt við 15. janúar 2007 - 17:19
Jæja… fyrst myndin kom ekki inn eins og ég hafði vonað, bendi ég á formúluvef ruv.is þar sem myndin sést :)
Kveðja,