Nú gengur sú saga fjöllunum hærra að Renault bíllinn muni hugsanlega fá nýtt útlit á næsta keppnistímabili.

Þar sem Mild Seven hefur hætt stuðningi við Renault liðið, þá er hollenski bankarisinn ING tekinn við í staðinn sem aðalstyrktaraðili liðsins. Mild Seven hafði styrkt gamla Benetton liðið frá 1994, og hélt sá stuðningur áfram þegar Renault liðið var stofnað upp úr Benetton 2002.

Fregnir herma að nýju litir Renault liðsins fyrir komandi tímabil verði gulur (litur Renault), dökkblár og appelsínugulur (litir ING).

Spennandi verður að sjá endanlegt útlit nýja Renault bílsins þegar hann verður frumsýndur þann 24. janúar við höfuðstöðvar ING í Amsterdam í Hollandi.

Heimildir:
* Mbl.is - Formúla 1. Bílar Renault gulir, dökkbláir og appelsínugulir?. Sótt á slóðina: http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1245561 þann 6. jan. 2007.
* Renault F1 Team. Sótt á slóðina: http://www.ing-renaultf1.com/en/ þann 6. jan. 2007.