Þýski nýliðinn Adrian Sutil hefur verið ráðinn 2. ökumaður Spyker liðsins, við hlið Christijan Albers.

Þetta kom fram á fréttavef GrandPrix.com í kvöld.

Sutil er fæddur 11. janúar 1983 og er frá München í Þýskalandi. Sutil keppti fyrir Þýskaland í A1GP keppninni í ár. Einnig hefur hann reyndi hann fyrir sér áður í Formula 3 Euroseries, þar sem hann var liðsfélagi Bretans Lewis Hamilton, og varð í 2. sæti á eftir honum á seinna tímabilinu.

Talið var fullvíst að Sutil væri nokkuð öruggur með starf 3. ökumanns hjá liðinu. En eftir að hafa heillað starfsmenn Midland og síðar Spyker liðsins á föstudagsæfingunum í sumar, þá gaf Spyker liðið út þá yfirlýsingu að hann kæmi í stað Portúgalans Tiago Monteiro. Taldi liðstjóri Spyker, Colin Kolles, að hæfileikar Sutils væru slíkir að hann væri fyllilega fær um að keppa í Formúlu 1.

Heimildir:

GrandPrix.com. Sutil joins Albers at Spyker. Sótt á slóðina http://www.grandprix.com/ns/ns17887.html, 21.12.2006.

Mbl.is. Sutil keppir fyrir Spyker. Sótt á slóðina http://www.mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?nid=1243130, 21.12.2006.

Wikipedia. Adrian Sutil. Sótt á slóðina http://en.wikipedia.org/wiki/Adrian_Sutil, 21.12.2006.