ég var að lesa dálkinn á forsíðu,
Vinsamlegast lesið
Fjöldaeyðingar:
Í dag erum við að vinna í því að hreinsa út ósamþykktar greinar, myndir og kannanir sem hafa borist fyrir upphaf júní. Ástæðan er sú að allt of mikið af efni hefur safnast upp og það er ógerlegt að fara í gegnum þetta allt. Fólk sem er ósátt við að grein sinni hefur verið hafnað mun geta nálgast greinina til að senda inn aftur ef hún á enn við á þessari stundu.

Framundan:
Á næstu dögum verður farið í að leitast eftir stjórnendum á áhugamál sem eru munaðarlaus eða illa stjórnuð. Einnig eru ágætis líkur á að áhugamál sem eru mjög óvirk verði lögð niður eða sameinuð öðrum.

Stjórnendur:
Vinsamlegast lítið inn á stjórnenda áhugamálið og lesið tilkynningu þar.


Hegðun á forsíðukorkum:
Á forsíðukorkunum hefur verið allt of mikið um gjörsamlega tilgangslausa þræði. Núna á næstunni verður farið í gegnum það sem kemur þarna inn, það sem ekki á við eytt, stofnendur þráðanna varaðir við og notendur bannaðir við síbrot.


Þar sem Formúla 1 áhugamálið er ekki virkt þá þarf að breyta einhverju. Setja greinasamkeppni eða eitthvað til að fá fleiri inná áhugamálið. Við viljum ekki að F1 áhugamálið verði eytt!!!