Ekkert er ómögulegt,“ sagði Willi Weber, umboðsmaður Michaels Schumachers, er hann var spurður út í orðróm þess efnis að Toyota hygðist lokka skjólstæðing hans til sín.

Weber komst svo að orði í útbreiddasta blaði Þýskalands, Bild, í dag. Þar segist hann ætíð opinn fyrir viðræðum. „Maður verður að hlusta á alla sem við mig vilja ræða, en sem fyrr hefur Ferrari þó algjöran forgang. Michael er mjög ánægður í herbúðum þess. Hann dreymdi um nýtt Ferrariskeið og svo virðist sem það sé að ganga í garð,” segir Weber.

Er blaðamaður benti Weber á að samningur Schumachers við Ferrari rynni út á næsta ári svaraði umboðsmaðurinn: „Það liggur ekkert á og við munum funda þegar nær dregur lokum yfirstandandi keppnistíðar. Við höfum nægan tíma."
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.