Samkvæmt niðurstöðum markaðsrannsóknarstofnunar í Köln í Þýskalandi nýtur Formúla-1 meiri vinsælda þar í landi en aðrar íþróttir. Samkvæmt athugunum rannsóknarstofnunarinnar, ‘Sport und Markt’, setja 71% Þjóðverja Formúlu-1 í fyrsta sæti en 70% fótbolta og 68% sögðu ólympíuleikina í Sydney hafa verið íþróttakeppni ársins í fyrra.

Að sögn stofnunarinnar var vinsældaröðin þveröfug á Ítalíu. Þar settu 80% Sydneyleikana í fyrsta sæti, 65% töldu fótbolta íþrótt númer eitt en 62% formúluna.

www.kasmir.hugi.is/hress