Ef að einhver hér hefur fylgst með fréttum var nýlega tekið viðtal við Ólaf Guðmundsson varðandi íslenska kappaksturbraut. Þykir mér leitt að vísa á þessa síðu <a href="http://www.vf.is/?path=/resources/Controls/47.ascx&C=ConnectionString&Q=Front1&Groups=0&ID=8238">hér</a> en þetta var það eina sem ég fann í fljótu bragði.
Semsagt, umræður um byggingu þessarar brautar hefur verið til staðara síðasliðin ár innan LÍA og nokkurra aðila FÍA að reisa þessa upphituðu kappakstursbraut á íslandi. Hönnun hugsanlegu brautarinn er lokið og hefur verið rætt við allmarga aðila um málið og hafa m.a. verið gerðar landmælingar til að athuga hvort það sé mögulegt að reisa brautina á Suðurnesjum. Enn er málið undir athugun hjá ríkinu en hefur bygging þessarar brautar verið talin möguleg. Ef að þessi braut verður byggð þá má búast við mörgum störfum og kemur það sér vel fyrir efnahag Suðurnesja þar sem að flugherinn er á leiðinni á brott.<br><br><i>In pure darkness there is only hope</i>


Nú er hlátur nývakinn,
nú er grátur tregur.
Nú er ég kátur, nafni minn,
nú er ég mátulegur.
<i>Baldvin Jónsson</i>

Þar sem enginn þekkir mann,
þar er gott að vera;
því að allan andskotann
er þar hægt að gera.
<i>Þorsteinn Erlingsson og Jón Þorkelsson</i