Atvikið með Ralf Schumacher og Takuma Sato er svolítið erfitt. Menn geta rifist um það lengi en það er aðeins ein niðurstaða. Ég er bæði sammála og ósammála FIA um að láta Ralf fá refsinguna. Ralf var að reyna að komast fram úr Sato. Ralf komst upp að hlið Sato eftir fyrstu beygjuna (sem er U-beygja) og var samhliða honum upp að næstu beygju. Sato var fyrir innan en Ralf fyrir utan. Ralf hefur eflaust haldið að hann væri kominn framúr Sato þegar hann byrjaði að beygja. En afhverju skoðaði hann ekki í speglana. Ralf átti líka línuna vegna þess að hann var örlítið framar en Sato. En Ralf ekur í veg fyrir Sato svo að Ralf er á endanum sökudólgurinn.
<a href="http://easy.go.is/nordfs/nrt/2004_f1_sporting_regulations_1.htm">Allar reglurnar eru hér</a