List þessi er mikil kúnst. Michael Schumacher hefur sýnt það í gegnum árin að hann hefur mikil tök á þessu. Það er hægt að líta á Schumacher frá tvem sjónarhornum. Annarsvegar er hægt að trú því að skapofsi hans og harka sé allt markaðsetning og hernaðartaktik og svo að hann sé svona í alvörunni. Hann fór nú töluvert yfir strikið árin 1994, 1995 og 1997. Öll árin var hann í baráttu um heimsmeistaratitil. Árið ‘94 var það Damon Hill sem reyndi að stöðva hinn hrokafulla glanna og árið eftir var það svo Hill aftur og nú enn nærri titlinum þegar Schumacher ekur á hann í Ástralíu sem var síðasta keppnin.
Sumir álíta Michael sem hrokafullan glanna sem ætti banna fyrir eilífð en sumir segja að hann sér meistari meistaranna og einginn gæti svo minsta sem snert gírkassan, hvað þá komist inn í kjölsogið. En það eru menn sem hafa getað og gert þetta. Til dæmis Mika Hakkinen sem var mikill snillingur þegar hann naut sín sem mest hjá McLaren árin 1998 og’99. Þessi tvö ár átti hann fyrir sig og McLaren og Bílarnir voru þeir bestu.
Jacques Villeneuve ók fyrir Williams 1996 og 1997 og vann Michael í bæði skiptin og varð meistari 1997 og í öðru 1996.
Juan Pablo Montoya hefur sýnt það að hann geti komist að hlið Schumachers þó að Ferrari hafi langbesta bílinn. Svo ef við mundum bera Schumacher við Juan Manguel Fangio, Ayrton Senna, Alain Prost og Nelson Piquet sjáum við að allir þessir menn gætu haft eitthvað í Schumacher, eða gæti Schumacher haft eitthvað í þá?