Vísir.is

FIA ákvað á fundi sínum á föstudag að spólvörn yrði aftur leyfð í formúlubílum frá og með spánska kappakstrinum. Þrátt fyrir þessa ákvörðun er ekki víst að öll liðin noti hana og hefur Ferrari til dæmis verið á móti því. Í yfirlýsingu frá FIA kemur fram að reglur þessar eru setta til að auka öryggi í keppnum. Einnig var rætt um annan öryggisbúnað eins og skynjara sem varar ökumann við öðrum bíl framundan í slæmu skyggni og hraðatakmarkara meðan að gult flagg væri úti, en engar ákvarðanir teknar í þeim málum ennþá. Reglugerðarpakki þessi verður ræddur á fundi tækninefndarinnar 14. febrúar nk. og þá líklega samþykktur á fundi FIA 1. mars. Spólvörn mun sérstaklega hjálpa ökumönnum við ræsingu og é gegnum krappar beyjgur. Við megum því búast við mjög breyttri keppni á næsta ári.

Enganveginn að fíla þetta, hvað næst ABS