Yfirburðir á 10 ára fresti! Þegar viðlíka yfirburða tímabil er yfirstaðið þá léttir mörgum og flestir óska sér betri tíðar á næsta ári. Liðin vilja auðvitað sneið af kökunni og áhorfendur vilja meiri spennu.
Undanfarið hefur verið rifist um það í fjölmiðlum og á mannamótum hver eigi sökina á þessu, sumir segja að Ferrari sé ekki heimsmeisturum hæfir, aðrir segja að önnur lið ættu að hisja upp um sig buxunar og veita Ferrari mönnum þá samkeppni sem þeir eiga skilið. Kannski er hægt að fallast á báðar kenningarnar þó svo eðlilegast væri auðvitað að önnur lið veittu heimsmeisturunum alvarlega samkeppni. Það er jú ekki hægt að gagnrýna menn fyrir að vera bestur.

Í framhaldi af þessum umræðum þá hef ég velt fyrir mér sömu spurningu og gaman að grafa upp hvenær slíkir yfirburðir voru síðast áberandi. Williamsliðið á þann heiður að mínu mati en þeir hafa unnið á síðustu 10 árum fjóra titla. Einn þeirra var unnin með þvílíkum yfirburðum að annað eins hafði ekki þekkts þá og hefur ekki gert fyrr en nú, nákvæmlega 10 árum síðar.

Árið 1992 vann Nigel Mansell 5 fyrstu mótin á árinu eða samtals 9 sigra í 16 keppnum og skilaði liði sínu 108 stigum. Þrisvar var hann í öðru sæti, 14 sinnum var hann á pól en það er eitt af þeim metum sem hefur enn ekki verið slegið. Williams vann með stæl bæði titil ökumanna og bílasmiða.
Það var Ricardo Patrese sem var með honum í liði og hafnaði í öðru sæti með 54 stig.

Mörg af þeim metum sem Schumacher hefur verið að slá á þessu tímabili eru síðan 1992 og ældrei að vita hvað gerist árið 2012.

Það verður í það minnsta gaman að líta til ársins 2002 eftir 10 ár og hugsa að maður hafði upplifað þetta keppnistímabil með egin augum. Yfirburiðirnir gríðarlegir og umræðurnar sömuleiðis fjörugar.

Með formúlukveðju