Ég las í Fréttablaðinu fyrir 2 dögum um hugmyndir með að reyna að gera formúluna meira spennandi. Ein hugmyndin hljóði svo að sá sem væri með yfirburði ætti að taka á sig eitt kíló fyrir hvert stig sem hann hefur umfram næsta mann. Þannig að ef Schumacher er 20 stigum fyrir ofan Barrichello á hann að vera með 20 kg aukabyrgði á bílnum.
Þetta fynst mér fáránlegt og algjörlega út í hött, ég hef bara aldrei heyrt aðra eins vitleysu!!! Ef það vantar spennu er það ekki Ferrari að kenna af því að þeir eru bestir (víst, segja kannski McLaren menn - en þeir eru bara afbrýðisamir og myndu segja annað ef McLaren hefði þetta forskot) hin liðin verða bara að fara taka sig saman í andliltinu og reyna að fara gera eitthvað, bæta bílinn, bæta ökumenn sína. Þessi lausn er eins ósangjörn og hægt er og þetta eyðileggur íþróttina mun meira en hinn ósigrandi Schumacher, sem við eigum by the way að vera stolt af að fá að fylgjast með hvernig hann skrifar sögubækurnar upp á nýtt!
- www.dobermann.name -