ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér og á síðustu árum hef ég hallast að því að þetta sé miklu meiri keppni bílasmiða heldur en nokkurn tíman keppni ökumanna.

Afhverju?
Jú þegar á heildina er litið þá eru liðin með frá 100 manns (t.d. minardi) og allt að 500 manns (Ferrari, McLaren, Williams) í vinnu.
Það væri auðvitað ósanngjarnt að segja að Michael Schumacher væri eina ástæðan fyrir velgengi Ferrari því vinnan sem hinir 499 starfsmennirnir inna af hendi hlýtur að vega þungt á vogarskálunum.

Í keppninni sjálfri nota t.d. Ferrari og auðvitað fleiri lið í kringum 40 manns og er fróðlegt að fara yfir hvert hlutverk hvers og eins er.
Einn liðsmaður (e. Mechanic) sér um framendan á bílnum, hann ber ábyrgð á öxul, dempurum, bremsum og fleiru
Annar liðsmaður(e. Mechanic) sér um kírkassam og fleira því tengdu
og sá þriðji sér um afturendan á bílnum. Það er svo einn liðsmaður ssem sér um að vélin sé í lagi og annar sem einblínir á dekkin, síðast en ekki síst er einn maður sem sér um alla víra og skynjara á bílnum.
það eru tvö lið sem sjá um hvorn bílin fyrir sig og einn maður sem hefur yfirumsjón með að allt fari rétt fram.

Aðrir liðsmenn sjá um að ákveða kvað gera skuli við bílin en þeir kallast á ensku engineers, Hver er munurinn? Mchanics sjá um að framkvæma verkið á meðan engineers sjá um að fylgjast með ástandi bílsins í gegnum tölvur og auðvitað frasögn ökumanns. “engineers” eru fjórir í það minnsta, einn er í góðu sambandi við ökumannin, fær upplýsingar frá honum en hinir þrir lesa upplýsingar frá bílnum í gegnum tölvu, einn sér um að fylgjast með upplýsingum frá vélinni, annar frá undirvagni: svo sem bremsur demparar og fleirra.
Svo er einn sem sér um að fylgjast með hugbúnaðinum um borð þannig að hann funkeri rétt.
Einn maður er svo yfir “engineer” og sér um að þessi þáttur keppninar sé í lagi.
Flest lið hafa svo Tækni stjóra (technical director) en sum lið segjast ekki þurfa slíkan, svo sem eins og jagúar.

Þegar nýr hlutur er prufaður í bílnum þá fer vist ferli í gang, Prufuökumaður keyrir nokkra hringi, “engineers” fylgjast með tölvum og fá upplýsingar frá ökumanni og svo er viðeigandi breitingar gerðar á nýja hlutnum þangað til besta niðurstaða hefur fengist. “Chief machanic” sér um að skipta verkefnum á milli liðsmanna (e. machanic)

sömu liðsmenn og ofan eru taldnir upp sjá síðan um þjónustuhléin og auðvitað sjá liðstjórarnir um að halda utan um allt batteríið

Það er svo spurningin hversu mikið vægi ökumaðurinn hefur á móti öllum þessum liðsmönnum en allir vinna þeir saman að sama markmiði, sigri en einungis eitt lið vinnur keppnina með einn ökumann.