Á mánudaginn tilkynnti BMW Williamsliðið að Marc Gené ætti að vera tilraunaökumaður hjá þeim 2001. Gené skrifaði undir árssamning hjá liðinu. Hann er mjög ánægður með þetta og sérstaklega upp með sér yfir því að Frank Williams skuli hafa beðið hann um að koma til liðs við sig. Gené segir að þetta sé mikilvægasta skrefið sem hann hefur tekið á ferlinum, hann eigi eftir að öðlast mikla reynslu hjá þeim og þá séu meiri líkur á því að hann komist að hjá topp liði eftir uþb. tvö tímabil. “Ég held að það sé betra að vera tilraunaökumaður hjá liði sem hefur orðið meistari oft heldur en vera aðalökumaður hjá miðlungsliði” sagði Gené.
Þetta er orðið algengt að menn, sem keyra fyrir minni liðin og eru ekki að gera neina rosalega hluti, fari til stóru liðanna sem tilraunaökumenn. Wurz er td. að fara til McLaren og Zonta til Jordan sem tilraunaökumenn.