Mika Häkkinen vann í dag í Austurríkiskappakstrinum. David Coulthard, félagi Häkkinens hjá McLaren-Mercedes varð annar og Ferrari ökuþórinn, Rubens Barrichello hreppti þriðja sætið.

Þetta er 16 sigur Häkkinens á ferlinum og sá fyrsti frá Spánarkappaksrinum.

Þetta er í annað sinn í röð á keppnistímabilinu sem Mclaren-Mercedes liðið vinnur tvöfalt. En liðið vann einnig Frakklandskappaksturinn tvöfalt.

Fyrsta mínúta kappakstursins var mjög dramatísk, þá ók Ricardo Zonta aftan á Ferrari bíl Michaels Schumachers með þeim afleiðingum að hann hringsnerist og lenti á bíl Jarno Trullis og féllu þeir báðir úr leik við það.

Michael Schumacher lét hafa það eftir sér áður en hann yfirgaf keppnisvæðið í dag að hann væri á þeirri skoðun að það hefði átt að endurræsa kappaksturinn eftir atvikið í fyrstu beygjunni, í stað þess að láta kappaksturinn halda áfram.

Við það að Schumacher náði ekki stig í dag hefur bilið milli efstu ökuþóranna í stigakeppni þeirra minnkað. Staða efstu manna er nú þessi: Michael Schumacher 56 stig, David Coulthard 50 stig, Mika Häkkinen 48 stig og Barrichello 36 stig.

Staða efstu liða í keppni bílsmiða er eftirfarndi: McLaren-Mercedes 98 stig, Ferrari 92 stig, Williams 19 stig og Benetton 18 stig.
sphinx:)