Þegar yfirburðir eins manns eru slíkir sem um ræðir hlýtur maður að spyrja sig hvar endar þetta allt saman. Skósmíðurinn kemur sjálfsagt til með að halda áfram að sýna hver er bestur í næstu þrem keppnum en næsta ár er stórt spurningamerki. Verður leiðin niður á við eins brött og hjá t.d. Williams (1998) eða minnka yfirburðirnir smámsaman, og kannski heldur Ferrari liðið með Skósmiðin innanborðs áfram að vinna og vinna.

Þá er spurningin hvað getur Skósmiðurinn gert í framtíðinni til að slá sem flest met og skrifa nafn sitt á sem flesta staði í bækurnar.

Til að byrja með þá getur hann slegið út Juan Manuel Fangio sem hefur eins og Skósmiðurinn unnið 5 heimsmeistaratitla.

Skósmiðurinn er örlítið á eftir Juan Manuel Fangio hvað varðar stig per keppni en Skósmiðurinn hefur fengið 5,2 stig að meðaltali úr hverri keppni sem hann hefur tekið þátt í. Fangio hefur hins vegar náð 5,4 stigum. Fangio tók hinsvegar einungis þátt í 51 móti á meðan skósmiðurinn hefur tekið þátt í 176 og því kannski ekki hægt að bera þetta saman en ég geri það nú samt.

Skósmiðurinn er “bara” í 12 sæti yfir heildarfjölda Formúlu1 keppna en eins og áður sagði hefur hann tekið þátt í 176 keppnum en heiðurinn af flestum Formúlu1 keppnum á Ricardo Patrese með 257 Formúlu1 keppnir að baki. Það er nú sorglegt að segja frá því en Patrese hefur ældrei unnið titil og einungis 6 sigra eftir allar þessar keppnir.

Hvað varðar vinnings hlutfallið þá er Skósmiðurinn í þriðja sæti með 35,8% vinningshlutfall en Juan Manuel Fangio er með 47% sem verður varla slegið.

Ayrton Senna á enn Flesta Ráspólanna eða 65 stk og skósmiðurinn situr í öðru sæti með 48 Ráspóla, og vil ég þakka t.d. Montoya fyrir að minnka líkurnar á því að Skósmiðurinn nái því meti í bráð.

Þá er mín vitneskja um þetta málefni uppurinn en sjálfsagt eru munfleirri met sem hafa verið sett í gegnum tíðina og bíða þess að vera slegin.

með Formúlukveðju