Það er nú alltaf gaman að fá svona hate mail..
Það var send inn smá orðsending til allra ferrari aðdáenda og til mín perónulega á korkanna um daginn og þegar ég ætlaði að svara honum þá var þetta orðið svo langt að ég ákvað að senda þetta inn sem grein.

Fyrir það fyrsta þá er ég alls ekki Ferrari aðdáandi þó ég sé einn af fáum sem get óskað þeim til hamingju með árangurinn og ég vill alls ekki að skósmiðurinn hætti.

En aðalástæða þessara skrifa er sú að “loserinn” skrifaði kork sem heitir “Schumacher er ekki bestur” sem fjallar t.d. um það hvað honum þætti fáránlegt að Skósmiðurinn sé að hella v-power bensínni á formúlubílinn sinn og segir að allir viti að ferrari noti ekki v-power á bílinn sinn… Ok rétt hjá honum þeir nota ekki v-power á bílin.

eða kvað?

Samkvæmt reglum í Formúlu eitt kappakstri sem finna má í heild sinni á fia.com er tekið skýrt fram að vélarnar skulu ganga fyrir bensíni, hámark 100 okatan, og skal vera í samræmi við nánari reglur sem ekki verða útlistaðar hér en reglurnar kveða í stuttu máli um það að bensínið skulu vera nánast eins og það er fyrir almenning. sem sagt að skósmiðurinn gæti farið á næstu bensínstöð og fengið bensín á bílinn og keirt af stað, bíllin myndi væntanlega þola það því vélin er byggð fyrir svipað/sama eldsneiti.