Eftir keppni dagsins á Spa þá er ég farinn að halda að þeð eigi enginn eftir að komast með tærnar þar sem Ferrari og Schumacher hafa hælana, þeir eru gjörsamlega einvaldar. Eftir tímatökurnar í gær bjóst ég við því að þetta myndi verða eitthvað spennandi, ólíkt flestum keppnum ársins. Kimi gekk vel í tímatökunum og bjóst maður við því að hann myndi veita Schumi og Ferrari einhverja keppni……en nei! Strax í byrjun missti hann 2. sætið til (datt síðan út) Barrichello og þá var engin von í spennandi keppni. Þeir Ferrarifélagar höfðu keppnina alveg í hendi sér og bara formsatriði að ljúka á palli. Ég er sjálfur mikill Ferrari aðdáandi en þetta er bara of mikið fyrir minn smekk, formúlan hefur alveg misst spennuna sem var þegar t.d. Villeneuve og Häkkinen voru uppá sitt besta og ekki má gleyma snillingnum Damon Hill. Núna ætla ég að hætta að væla og vona bara að þetta eigi eftir að breytast. Reyndar var eitt við keppnina og reyndar alla helgina sem var frábært og það var það að Jagúar gekk alveg hreint glæsilega og ég vona að þeim haldi áfram að ganga eins vel…

Hérna eru svo úrslit dagsins á Spa í Belgíu:

1. M.Schumacher. Ferrari… B
2. Barrichello.. Ferrari… B
3. Montoya…… Williams.. M
4. Coulthard…. McLaren… M
5. R.Schumacher. Williams.. M
6. Irvine……. Jaguar…. M
7. Salo……… Toyota…. M
8. Villeneuve… BAR……. B
9. McNish……. Toyota…. M
10. Heidfeld….. Sauber… B
11. Sato……… Jordan… B

Luku ekki keppni:

12. Panis…….. BAR…… B
13. Fisichella… Jordan… B
14. de la Rosa… Jaguar… M
15. Massa…….. Sauber… B
16. Räikkonen…. McLaren.. M
17. Trulli……. Renault.. M
18. Davidson….. Minardi.. M
19. Button……. Renault.. M
20. Webber……. Minardi.. M