Nýjar höfuðstöðvar Jaguar.
              
              
              
              Jaguar liðið sendi frá sér tilkynningu í gær þess efnis að þeir væru búnir að fá leyfi til þess að byggja nýjar höfuðstöðvar.  Það á reyndar eftir að athuga hver áhrifin verða á næsta nágrenni þeirra en ef allt gengur upp hjá þeim verða þær staðsetta í nágrenni við Silverstone brautina.  Niðurstöður úr umhverfismati liggja fyrir eftir 3 vikur.  Jaguar eru í dag staðsettir í Milton Keynes, skammt frá London.