Rubens verður að vinna fyrir öðru sæti.... Á Formula1.com er ágætt viðtal við Ross Brawn. Brawn segir að Skósmiðurinn komi ekki til með að hleypa Rubens Barrichello fram úr til þess að styrkja stöðu Rubens í baráttunni um annað sætið en vonar þó að Rúbens nái því markmiði og þá nær ferrari liðið 1-2 sigur á þessu keppnistímabili.

Þrjár keppnir eru eftir og er enn nóg að gera hjá Ferrari liðinu og ekkert verður slakað á en Shumacher á enn eftir að bæta met Nigel Mansells en hann vann 9 keppnir árið 1992.

Það er því spennandi að sjá hvor fær meiri athygli MS eða RB en báðir eiga þeir eftir óloknum verkefnum eins og talað er um hér að ofan.

Brawn segir að ungverski kappaksturinn hafi ráðist á því að Rubens náði pól og betra starti og keyrði betur en MS. MS reyndi vissulega ekki 100% að taka fram úr Rubens því mjög mikilvægt var að fá báða bílanna í mark með sem flest stig til að tryggja Heimsmeistara titil framleiðenda og það er ekki hægt ef báðir bílarnir lenda út af og þurfa að hætta keppni, “öruggt” er lykilorð í herbúðum Ferrari þessa stundina.

Brawn segir þó að hann vilji frekar miða að því að vinna fyrsta og annað sætið frekar en 10 sigur Shumacher því auðvitað gengur liðið fyrir hagsmunum hvers og eins, en vonandi tekst þeim að klára bæði markmiðin sem eftir eru.

Brawn útilokar að lokum endurtekningu á síðustu metrunum í Austurríki, við ætlum okkur að klára tímabilið á sem heiðarlegastan hátt….

Þá er bara að bíða og sjá hvað gerist á Spa í belgiu…

með formúlu kveðju
Elvar Örn Reynisson