Fernando Alonso sem er samningsbundinn hjá Minardi næstu 5 árin, staðfesti þær fréttir sem maður hefur verið að lesa að Ferrari séu á höttunum á eftir honum. Þessi 19 ára ökumaður prófaði fyrst kart bíla þegar hann var 3 ára og var Spænskur unglingameistari frá 1993 - 1996. Hann varð einnig Evrópumeistari unglinga 1996. Hann endaði í 4 sæti í European F3000 keppninni á síðasta ári, vann eina keppni á Spa brautinni. Hann ehfur látið hafa eftir sér að hann langi auðvita til Ferrari en sé samningsbundinn hjá Minardi og hann fari ekki þaðan nema samningar náist á milli liðana. Hann segist vera mjög glaður og stoltur af því að lið eins og Ferrari sé á eftir honum. Ferrari vilja fá hann sem tilraunaökumann til sín og ef það tekst hefur heyrst að þeir ætli að reyna að koma honum að hjá Prost sem aðalökumanni á næsta ári.
Adrian Campos hefur hug á að halda í Alonso þrátt fyrir að Minardi eigi í svolitlum peningavandræðum. Þeir misstu nefnilega aðal-sponsorinn sinn Telefónica og PSN, The Latin American Television, sem ætluðu að kaupa 68% af liðinu frá Gabriel Rumi hættu við það.
Í smáa letrinu í samningnum sem Alonso gerði við Minardi segir að ef hann verði ekki kominn í Formúlu1 árið 2002 þá sé hann laus undan þeim samning. Hann segir að þetta komi í veg fyrir að hann sé í F3000 næstu 5 árin og tryggir að hann komist í Formúluna eins fljótt og hægt er.
Það verður gaman að fylgjast með þessu máli. Það væri gaman að fá annan ungann ökumann inn í keppnina, sérstaklega ef það er einhver jafn efnilegur og Button.